Nýársgjöf Austurgluggans
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 01. jan 2024 18:46 • Uppfært 01. jan 2024 18:48
Rafræn útgáfa Austurgluggans er nú aðgengileg, bæði í vefformi og á smáforritum fyrir snjalltæki.
Vikublaðið Austurglugginn kemur út einu sinni í viku og er sendur áskrifendum. Þótt blaðið sé unnið af sömu ritstjórn og Austurfrétt er þar ávallt að finna efni sem ekki er komið á vefinn.
Til þessa hefur áskriftin aðeins verið aðgengileg í prentformi en innan skamms kemur áskriftakerfi á Austurfrétt þar sem nálgast má rafræna útgáfu Austurgluggans. Á meðan þróun áskriftakerfisins og tilraunir með rafrænu kerfin standa yfir verður blaðið aðgengilegt rafrænt án endurgjalds.
Þróun á þessari útgáfu hefur staðið yfir síðustu mánuði í samvinnu við hið sænska Prenly með styrk frá Uppbyggingarsjóði Austurlands.
Blaðið er hægt að nálgast á vefformi á slóðinni: http://agl.austurfrett.is
Smáforritið Austurglugginn er aðgengilegt fyrir Android-tæki á Play Store og iOs-búnað á App Store.