Nýr Birtingur í flota Síldarvinnslunnar

Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur keypt ferskfisktogarann Þóri af Skinney – Þinganesi á Höfn í Hornafirði. Hann er einnig búinn til netaveiða.

Skipið var smíðað í Taívan árið 2009 og er 637 brúttótonn að stærð. Árið 2019 voru gerðar á því miklar endurbætur og það meðal annars lengt um tíu metra, brúin var hækkuð, öll aðstaða endurbætt og stýrið endurnýjað. Síðast var nýr spilstjórnarbúnaður settur í skipið á þessu ári.

Skip með nafninu Birtingur var síðast í skipakosti Síldarvinnslunnar á árunum 2012-16. Það skip hafði áður heitið Börkur en gaf eftir nafnið þegar stærra skip kom í hópinn. Nafninu var breytt í Janus árið 2016 þegar það var selt til pólskrar útgerðar en dvaldi svo mest á Reyðarfirði þar til það var selt til Mexíkó árið 2016.

Einkennisstafir skipsins verða NK 119. Ekki fengust nánari upplýsingar hjá Síldarvinnslunni í dag um það nákvæmlega útgerð skipsins verði hagað.

Þórir hefur í gegnum aðallega veitt bolfisk og humar. Verkefnum skipsins hefur fækkað verulega með brotthvarfi humarsins. Það landaði síðast um miðjan nóvember í fyrra.

Mynd: Síldarvinnslan/Skinney

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.