Skip to main content

Nýr Birtingur í flota Síldarvinnslunnar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. okt 2024 14:53Uppfært 04. okt 2024 14:54

Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur keypt ferskfisktogarann Þóri af Skinney – Þinganesi á Höfn í Hornafirði. Hann er einnig búinn til netaveiða.


Skipið var smíðað í Taívan árið 2009 og er 637 brúttótonn að stærð. Árið 2019 voru gerðar á því miklar endurbætur og það meðal annars lengt um tíu metra, brúin var hækkuð, öll aðstaða endurbætt og stýrið endurnýjað. Síðast var nýr spilstjórnarbúnaður settur í skipið á þessu ári.

Skip með nafninu Birtingur var síðast í skipakosti Síldarvinnslunnar á árunum 2012-16. Það skip hafði áður heitið Börkur en gaf eftir nafnið þegar stærra skip kom í hópinn. Nafninu var breytt í Janus árið 2016 þegar það var selt til pólskrar útgerðar en dvaldi svo mest á Reyðarfirði þar til það var selt til Mexíkó árið 2016.

Einkennisstafir skipsins verða NK 119. Ekki fengust nánari upplýsingar hjá Síldarvinnslunni í dag um það nákvæmlega útgerð skipsins verði hagað.

Þórir hefur í gegnum aðallega veitt bolfisk og humar. Verkefnum skipsins hefur fækkað verulega með brotthvarfi humarsins. Það landaði síðast um miðjan nóvember í fyrra.

Mynd: Síldarvinnslan/Skinney