Nýtt aðalskipulag Fjarðabyggðar til 2040 staðfest

Nýtt aðalskipulag Fjarðabyggðar til ársins 2040 hefur formlega verið staðfest af hálfu Skipulagsstofnunar. Við það falla úr gildi bæði aðalskipulag sveitarfélagsins 2007 til 2027 og aðalskipulag Breiðdalshrepps 2018 til 2030.

Endurskoðunarferlið hefur tekið sinn tíma en það hófst í mars 2020 með kynningu lýsingar og strax í kjölfarið barst töluverður fjöldi ábendinga. Tillaga á vinnslustigi kom svo fyrir sjónir almennings ári síðar í mars 2021 og þar aftur bárust nokkur viðbrögð. Fullgerð tillaga var svo samþykkt í bæjarstjórn í júní það ár og send til Skipulagsstofnunar til athugunar. Hún svo auglýst á nýjan leik samkvæmt skipulagslögum og frestur var fram í nóvember til að skila athugasemdum.

Fjöldi aðila gerði athugasemdir og þar um að ræða landeigendur, fyrirtæki og opinberra aðila á borð við Minja- og Náttúrufræðistofnun og Vegagerðina. Farið var vel yfir þær allar og breytingar gerðar á tillögunni eftir því sem efni stóðu til en breytingarnar voru undantekningarlaust minni háttar og fólu ekki í sér stefnubreytingar.

Skipulagsstofnun lagði svo blessun yfir nýtt skipulag í lok apríl og með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda hefur nýtt aðalskipulag tekið gildi. Nýja skipulagið er hægt að skoða nánar hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.