Nýtt tjaldsvæði Seyðfirðinga við hlið ferjuhafnarsvæðisins

Kynntar hafa verið hugmyndir að nýrri staðsetningu fyrir tjaldsvæði Seyðfirðinga sem felur í sér tiltölulega stórt svæði upp af og við hlið ferjuhafnarsvæðisins.

Tjaldsvæði Seyðfirðinga hefur lengi yfir sumartímann síðustu árin verið þaulsetið og þangað ekki komist að allir sem áhuga hafa. Þá er það auk þess allt of lítið til að taka móti þeim aragrúa húsbíla og hjólahýsa sem þangað koma núorðið með Norrænu eða eru á heimleið með sama skipi og það fólk þurft að koma sér fyrir annars staðar á köflum.

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri Múlaþings, Hugrún Hjálmarsdóttir, kynnti nýverið fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði hugmyndir um staðsetningu nýs tjaldsvæðis sem yrðu nokkuð stór spilda norðanmegin við ferjuhafnarsvæðið í bænum og sjá má á meðfylgjandi korti.

Ráðið fyrir sitt leyti samþykkti framkomnar hugmyndir enda ekki ýkja mörg stór og slétt svæði heppileg undir slíka starfsemi í eða við bæinn. Hugmyndunum var vísað áfram frá ráðinu til umsagnar bæði heimastjórnar Seyðisfjarðar og Veðurstofu Íslands en veðurstofnunin þarf að meta hættuna á svæðinu enda nánast beint undir hluta þeirra snjóflóðavarna sem komið hefur verið fyrir ofan við bæinn norðanmegin.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.