Skip to main content

Öllum flugferðum til og frá Egilsstöðum í dag aflýst vegna veðurs

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. okt 2023 13:23Uppfært 19. okt 2023 13:23

Icelandair aflýsti fyrir stundu báðum síðari áætlunarflugferðum félagsins til og frá Egilsstöðum en morgunflugið var einnig slegið af. Ástæðan mikið hvassviðri.

Gular viðvaranir hafa verið í gildi síðan seint í gærkvöldi fyrir suður- og vesturland auk hálendisins. Mikið hvassviðri hefur verið er á þessum slóðum og verstu vindstrengir náð 25 metrum á sekúndu. Veðurstofan gerir ekki ráð fyrir að veðrinu sloti fyrr en seint í kvöld samkvæmt nýjustu spá á vef stpfnunarinnar.

Farþegar með þeim tveimur vélum sem fljúga áttu til og frá Egilsstöðum síðar í dag fengu þær upplýsingar eftir hádegið að þær yrði einnig felldar niður. Sama gildir um allar flugferðir Icelandair til og frá Akureyri þennan daginn.