Skip to main content

Örvænta ekki hjá Síldarvinnslunni vegna loðnuveiðibanns

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. okt 2023 09:17Uppfært 06. okt 2023 09:17

Hafrannsóknarstofnun leggur til í fyrstu loðnuráðgjöf vertíðarinnar framundan að engar loðnuveiðar verði heimilar í vetur. Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar tekur fréttunum með jafnaðargeði að svo stöddu.

Fyrr í vikunni gaf Hafrannsóknarstofnunin út sína fyrstu veiðiráðgjöf í loðnu en sú er byggð á mælingum sem fram fóru milli 23. ágúst og 23. september á öllu útbreiðslusvæði loðnustofnsins. Heildarmagn loðnu sem mældist á þessum tíma nam 697 þúsund tonnum alls en þar af magn veiðistofns aðeins um 325 þúsund tonn. Í því ljósi mæli stofnunin ekki með veiðum í veturap svo stöddu. Staðan verði þó endurmetin í byrjun næsta árs.

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir tíðindin vonbrigði en menn séu bjartsýnir á að úr rætist.

„Þetta eru vissulega vonbrigði en ekkert sem við þurfum að örvænta neitt út af ennþá. Við höfum oft áður verið í þessum sporum. En þannig er það bara að við þurfum að bretta upp ermum, skipuleggja leit og finna loðnuna. Það er öllum ljóst hvaða hagsmunir eru í húfi og því á ég von á að stjórnvöld, Hafró og útgerðin sjálf leggist á eitt í það verkefni sem framundan er. Við hér erum bjartsýn.“

Síldarvinnslan og aðrar útgerðir oft ljáð skip til loðnuleitar í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun gegnum tíðina. Hér er Polar Amaroq að koma til hafnar í Neskaupstað eftir slíka leit fyrir fjórum árum síðan. Mynd Hlynur Sveinsson/Síldarvinnslan