Ófært eða þungfært víða og beðið með mokstur
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 24. feb 2022 09:12 • Uppfært 24. feb 2022 09:14
Margir vegir austanlands eru víða annaðhvort ófærir eða þungfærir eftir mikla ofankomu síðasta tæpa sólarhringinn. Vegagerðin hyggst bíða með mokstur þangað til veðrinu slotar upp úr hádegi.
Fjarðarheiðin er ófær orðin og sama gildir um Þjóðveginn um Jökuldal og upp á Möðrudalsheiðina. Fáfarnari vegir á þessu svæði að mestu ófærir orðnir.
Staðan er betri í fjörðunum þar sem helstu vegir eru opnir en hálka og snjóþekja vandamál. Opið er um Fagradal en þar flughálka.
Gera spár ráð fyrir að mestu ofankomunni og hvassviðrinu linni um eða upp úr hádeginu og mun mokstur hefjast í kjölfarið.