Óformlegar viðræður milli framboðanna í Fjarðabyggð

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð hefur í dag rætt óformlega við bæði fulltrúa Fjarðalistans og Framsóknarflokks um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn. Framsóknarflokkurinn sleit á fimmtudag samstarfi sínu við Fjarðalistann.

„Ég hef átt í óformlegu samtali við fulltrúa beggja framboða. Enn sem komið eru þetta óformlegar viðræður og allir flokkar að þreifa fyrir sér.

Samtalið hefur verið gott og jákvætt og við ætlum að halda því áfram á morgun við báða aðila. Það hafa allir sínar hugmyndir sem þeir vinna áfram að,“ segir Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins.

Hans flokkur fékk fjóra fulltrúa í kosningunum 2022, Framsóknarflokkur þrjá og Fjarðalisti tvo. Síðastefndu framboðin tvö endurnýjuðu þá meirihlutasamtarf sitt. Því lauk í vikunni eftir klofningu vegna breytinga á fræðslumálum.

„Það eru allir sammála um að halda þessu óformlega samtali áfram og við heyrumst áfram á morgun. Í framhaldinu ræðum við við baklandið. Við ákveðum um formlegar viðræður á mánudag eða í næstu viku.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.