Skip to main content

Ólíklegt að skjalasafnið verði komið í skjól fyrir veturinn

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. sep 2023 11:05Uppfært 27. sep 2023 11:31

Unnið er að því að koma skjalasafni Norðfjarðar í nýtt húsnæði. Það er sem stendur geymt í húsi á snjóflóðahættusvæði.


Stór hluti safnkostarins er í dag geymdur í húsinu Gylfastöðum, einnig þekkt sem Strandgata 62. Það hús stendur rétt innan við snjóflóðavarnagarðana.

Á svæðinu er þekkt snjóflóðasaga. Snjóflóðin, sem kostuðu 12 mannslíf í desember 1974, féllu sitt hvoru megin við húsið. Fyrsta snjóflóðið sem féll að morgni 27. mars síðastliðins féll einnig í námunda hússins.

Sá atburður ýtti við umræðu á Norðfirði um að flutning skjalasafnsins í nýtt húsnæði. Að því hefur reyndar verið unnið í nokkurn tíma. Þegar Lúðvíkshús var flutt að Þiljuvöllum var ætlunin að hýsa skjalasafnið þar og til þess var steyptur kjallari undir það.

Þeim framkvæmdum er hins vegar ekki enn lokið. „Við erum með vituð um þessa stöðu og þess vegna hefur verið unnið að þessu. Við höfum eins og aðrir þurft að elta verktaka og anda með nefinu á sama tíma,“ segir Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.

„Við vonumst til að skjalasafnið þurfti ekki að vera mikið lengur í núverandi húsnæði en hvort það náist að flytja það fyrir veturinn er ekki ljóst enn.“

Lúðvíkshús.