Skip to main content

Opið fyrir spurningar í gegnum vefkerfi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. maí 2022 10:17Uppfært 06. maí 2022 14:18

Opnað hefur verið fyrir spurningar í gegnum vefkerfið Menti fyrir sameiginlegan framboðsfund allra lista í Múlaþingi á morgun.


Senda má inn spurningar með að fara á www.menti.com og slá þar inn kóðann 7092 1534 eða smella á þessa slóð hér: https://www.menti.com/772h2vbfia. Á síðunni sem þar kemur upp er smellt á „Open Q&A“ og sprettur þá upp gluggi sem hægt er að skrifa spurningu í.

Í sama glugga er hægt að sjá þær spurningar sem komnar eru og kjósa með þeim til að auka líkurnar á að þær komist á framfæri.

Minnt er á að spurningar eiga að vera skýrar og málefnalegar.

Fundurinn sjálfur hefst klukkan 20:00 og verður í beinni útsendingu hér á Austurfrétt. Frétt með slóð á útsendingu birtist nokkrum mínútum áður en hún hefst.