Skip to main content

Opinn fundur með innviðaráðherra í dag

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. ágú 2025 10:29Uppfært 26. ágú 2025 15:18

Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, efnir til íbúafundar á Egilsstöðum í dag. Markmið fundarins er að fá sjónarmið íbúa um málefni ráðuneytisins þar sem samgöngumál eru hvað stærst.


Eyjólfur hefur verið á ferð um landið með sambærilega fundi undanfarnar vikur og er fundurinn sá síðasti í röðinni áður en haldið verður innviðaþing í Reykjavík á fimmtudag.

Í tilkynningu segir að tilgangur fundarins í dag sé að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks á Austurlandi um málaflokka ráðuneytisins. Þeir eru: samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál, fjarskipti og stafrænir innviðir.

Til stendur að nýta afraksturinn í vinnu við stefnumótun og undirbúning áætlana á vegum ráðuneytisins. Boðað hefur verið að ráðherrann leggi fram tillögu um nýja samgönguáætlun á haustþingi sem hefst eftir sléttar tvær vikur.

Fundirnir eru haldnir í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga. Auk Eyjólfs mun Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, flytja erindi. Bryndís Ford, framkvæmdastjóri SSA, verður fundarstjóri.

Fundurinn er haldinn á Hótel Héraði og hefst klukkan 16:30.