Opna fyrir athugasemdir vegna frístundabyggðar að Eiðum

Skipulagsstofun opnaði í dag formlega fyrir athugasemdir við þá fyrirhuguðu breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs að gert verði ráð fyrir 65 hektara svæði undir frístundabyggð við Eiða í framtíðinni.

Eigendur Eiða hafa frá upphafi gert ráð fyrir nýrri frístundabyggð í landinu og upphaflegar áætlanir þeirra gerðu ráð fyrir að þar yrðu skipulagðar allt að 160 frístundalóðir á svæðinu milli byggðakjarnans á staðnum og niður að Lagarfljóti.

Tók sveitarstjórn Múlaþings upphaflega vel í þær tillögur en fallið var þó frá þeim áformum eftir að mikill fjöldi athugasemda, bæði frá stofnunum og einstaklingum, barst Umhverfis- og skipulagsráði Múlaþings í kjölfarið.

Var þá lóðum undir frístundabyggð fækkað úr 160 í 50 lóðir og svæðið minnkað niður í 65 hektara frá því sem áður var. Það er sú skipulagsbreyting sem Skipulagsstofnun auglýsir nú og óskar eftir athugasemdum frá þeim er kunna að hafa eitthvað við málið að athuga.

Í auglýsingu stofnunarinnar er tekið fram að einnig sé bætt við fyrirliggjandi tillögu sérstöku 30 þúsund fermetra efnistökusvæði við Fljótsbakka sem til verksins þarf.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.