Opna nýju upplýsingamiðstöðina við Hengifoss í næsta mánuði

Ný þjónustu- og upplýsingamiðstöð Fljótsdalshrepps við Hengifoss opnar formlega í næsta mánuði en með henni stórbatnar öll aðstaða fyrir gesti á svæðinu. Nýverið var einnig gengið frá samningi við sérstakan verkefnisstjóra áfangastaðarins.

Líkast til verður blásið í góða veislu þegar menn koma sér saman um hvaða dag miðstöðin skuli formlega opna en sú dagsetning ekki verið ákveðin endanlega að sögn Helga Gíslasonar sveitarstjóra.

„Við miðum við á þessari stundu að það verði í næsta mánuði en nákvæm dagsetning liggur ekki alveg fyrir. Verkið tafðist auðvitað um eins árs skeið tæplega en nú er unnið að lokafrágangi, búið að ráða fyrsta flokks manneskju af svæðinu, hana Helgu Eyjólfsdóttur, sem verkefnisstjóra og auk þess búið að ganga frá samningum um gjaldtöku vegna bílastæða við miðstöðina. Gjaldið verður mishátt eftir stærð bíla en kostnaður verður svona svipaður og gerist annars staðar.“

Í miðstöðinni komast gestir ekki aðeins á snyrtingar heldur geta öðlast aukna vitneskju um Hengifoss og svæðið í kring. Byggingin sjálf falleg og sérstök og fellur vel að umhverfinu eins og sjá má á meðfylgjandi tölvumynd. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.