Skip to main content

Orkan opnar í Möðrudal

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. jún 2023 11:18Uppfært 23. jún 2023 11:18

Orkan hefur nýja þjónustumiðstöð við Möðrudal. Til stendur að byggja burstabæ utan um tankana síðar í sumar.


„Við erum spennt að opna Orkustöð á Möðrudal og auka þjónustustigið á Norðausturlandi. Við sjáum þörfina á þessu svæði og erum gríðarlega ánægð að fá að taka þátt í uppbyggingunni á Möðrudal með Vilhjálmi,“ segir Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar í tilkynningu.

Þar segir að stöðin þjónustu svæði þar sem lengi hafi vantað eldsneytissölu og veðri mikilvæg fyrir þau sem fari upp á hálendi Norðausturlands. Í boði verða bensín og dísill.

„Það er frábært að fá Orkuna til okkar þar sem viðskiptavinir leita reglulega hingað með tóman tank. Á þessu svæði er mikið um hálendisferðalanga og frábært að geta aukið þjónustu við þann hóp sem er hér á ferðinni,“ segir Vilhjálmur Vernharðsson, ábúandi á Möðrudal á Fjöllum.

Stöðin verður klædd í búning sem hæfir umhverfinu því þeir verða byggðir inn í burstabæ. Stefnt er að smíðavinnu í júlí.