Ormarr nýr útibússtjóri Íslandsbanka

ormarr_orlygsson.jpgOrmarr Örlygsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Íslandsbanka á Reyðarfirði og Egilsstöðum. Hann tekur við starfinu af Páli Björgvini Guðmundssyni sem á miðvikudag sest í stól bæjarstjóra Fjarðabyggðar.

 

Í tilkynningu kemur fram að Ormarr sé menntaður efnafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Ormarr hefur frá byrjun þessa árs starfað sem sérfræðingur hjá Þróunarfélagi Austurlands, þar sem hann hefur einbeitt sér að verkefnum tengdum úrvinnslu úr áli.

Ormarr hefur töluvert komið að uppbyggingu Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði, síðast sem framkvæmdastjóri útflutnings hjá fyrirtækinu og þar á undan, eða frá árinu 2006, sem framkvæmdastjóri steypuskála.

Ormarr starfaði sem framkvæmdastjóri Skinnaiðnaðar á Akureyri frá 2001-2006 og þar áður starfaði hann í 3 ár hjá þýska efnavörufyrirtækinu TFL GMbH Weil am Rhein og var staðsettur í Sviss.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.