Skip to main content

Ormarr nýr útibússtjóri Íslandsbanka

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. sep 2010 20:09Uppfært 08. jan 2016 19:21

ormarr_orlygsson.jpgOrmarr Örlygsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Íslandsbanka á Reyðarfirði og Egilsstöðum. Hann tekur við starfinu af Páli Björgvini Guðmundssyni sem á miðvikudag sest í stól bæjarstjóra Fjarðabyggðar.

 

Í tilkynningu kemur fram að Ormarr sé menntaður efnafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Ormarr hefur frá byrjun þessa árs starfað sem sérfræðingur hjá Þróunarfélagi Austurlands, þar sem hann hefur einbeitt sér að verkefnum tengdum úrvinnslu úr áli.

Ormarr hefur töluvert komið að uppbyggingu Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði, síðast sem framkvæmdastjóri útflutnings hjá fyrirtækinu og þar á undan, eða frá árinu 2006, sem framkvæmdastjóri steypuskála.

Ormarr starfaði sem framkvæmdastjóri Skinnaiðnaðar á Akureyri frá 2001-2006 og þar áður starfaði hann í 3 ár hjá þýska efnavörufyrirtækinu TFL GMbH Weil am Rhein og var staðsettur í Sviss.