Skip to main content

Óvenjulegar aðstæður í aðdraganda snjóflóðanna í Neskaupstað

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. apr 2023 16:20Uppfært 13. apr 2023 17:24

Það tók aðeins sex til átta klukkustundir eftir að það hóf að snjóa í Neskaupstað þann 27. mars síðastliðinn áður en fyrstu snjóflóðin féllu. Það er afar óvenjulegt.

Snjóflóðadeild Veðurstofu Íslands hefur nánast frá fyrsta degi snjóflóðahrinanna hér austanlands rannsakað þau gögn sem til eru um flóðin sjálf, aðdraganda þeirra og auðvitað veðurfar fyrir og eftir en enn er mikið af gögnum sem enn á eftir að rannsaka og draga ályktanir af. Það er þó ljóst að margir óvenjulegir þættir urðu þess valdandi að flóð urðu.

Ítarlegar niðurstöður um ástæður snjóflóðanna bæði í Neskaupstað og víða annars staðar á Austurlandi verða ekki ljósar um sinn en bæði það hversu hratt hlutirnir gerðust og hversu flóðin voru öflug er óvenjulegt að því er fram kemur í grein sem ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar rita á vef stofnunarinnar.

Líklega hafa sérstakar aðstæður með frosti og lausamjöll orðið til þess að fyrstu flóðin sem fóru af stað fóru jafn langt og voru jafn kraftmikil og raun bar vitni á mánudag. Í frétt Veðurstofunnar fyrir páska kom meðal annars fram að fyrstu flóðin voru tiltölulega efnislítil en náðu engu að síður langt niður hlíðarnar.“

Í greininni kemur líka fram að ofanflóðasérfræðingar áttu fund daginn áður en flóðin féllu og lögðu mat á aðstæður. Þá þótti líklegt að flóð gætu fallið en ekki var talið að þau gætu ógnað byggð og skyldi taka annan fund snemma morguns á mánudeginum 27. mars. Það reyndist aðeins of seint.