Skip to main content

Óvenjulegur hlýindakafli austanlands að renna sitt skeið

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. maí 2025 13:27Uppfært 21. maí 2025 13:27

Eftir langan og óvenjulegan hlýindakafla á Austurlandi öllu síðustu vikur eru margar veðurstofur að gera ráð fyrir að þeim sólríka kafla sé að ljúka nú fyrir helgina.

Tíðin undanfarið verið í hæsta máta óvenjuleg og hitamet í mánuðinum fallið á nokkrum stöðum. Það verið gósentíð fyrir sóldýrkendur en miður fyrir annað eins og gróðurinn sem víða hefur skrælnað töluvert með tilheyrandi hættu á gróðureldum.

Morgundagurinn virðist, samkvæmt spám fjögurra veðurstofa, ætla að verða síðasti hita- og sólardagurinn í bili en litið var á spár Veðurstofu Íslands, Bliku, Veðurstofu Noregs auk Weather.com

Allar gera þær meira og minna ráð fyrir að strax á föstudaginn verði góðar líkur á skúrum þegar líða fer á daginn, alskýjuðum himni að mestu og hitastigið fer nokkuð bratt niður á við frá því sem verið hefur og verður hæst kringum 10 til 14 stig framyfir helgi.

Eftir helgi lækkar hitastigið enn frekar út næstu vikuna og litla sem enga sól er að finna í kortum yfir austurland í þeirri viku.