Skip to main content

Pari Stave nýr forstöðumaður Skaftfells

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. mar 2022 16:07Uppfært 10. mar 2022 16:07

Pari Stavi hefur verið ráðin nýr forstöðumaður Skaftfells – Myndlistarmiðstöðvar Austurlands. Hún kemur til starfa 1. maí.


Pari er bandarísk, menntaður sýningarstjóri og listfræðingur. Hún býr nú í New York þar sem hún hefur undanfarin átta ár starfað sem yfirmaður stjórnsýslu-, safna-, og sýningarstjóraverkefna hjá Metropolitan safninu síðustu átta ár. Þar áður vann hún sem sýningarráðgjafi hjá American-Scandinavian Foundation.

Pari þekkir ágætlega til Íslands en hún hefur komið hingað af og til undanfarin 20 ár, þar á meðal til Seyðisfjarðar. Hún hefur stýrt sýningum íslensks listafólks bæði hérlendis og erlendis.

Hanna Christel Sigurkarlsdóttir og Julia Martin hafa undanfarin tvö ár skipt með sér forstöðuverkefnum hjá Skafteflli. Hanna Christel hættir 1. júlí en Julia verður áfram og hefur umsjón með alþjóðlegum verkefnum og gestavinnustofum.