Páll Björgvin einn þeirra sem dró umsókn sína til baka

pall_bjorgvin_gudmundsson.jpgPáll Björgvin Guðmundsson, verðandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, var einn þeirra fimm umsækjenda um starfið sem drógu umsóknir sínar til baka.

 

Frá þessu skýrir Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðismanna á Facebook- síðu listans í Fjarðabyggð.

"23 umsækjendur sóttu um stöðuna - 5 drógu sig til baka, en þar á meðal var Páll Björgvin," ritar Jens.

"Um þá umsækjendur sem eftir voru náðist ekki samstaða meðal bæjarfulltrúa og því var farið að skoða aðra möguleika, en þá kom Páll Björgvin inní umræðuna þar sem hann hafði sótt um."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.