Skip to main content

Páll Björgvin einn þeirra sem dró umsókn sína til baka

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. júl 2010 20:38Uppfært 08. jan 2016 19:21

pall_bjorgvin_gudmundsson.jpgPáll Björgvin Guðmundsson, verðandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, var einn þeirra fimm umsækjenda um starfið sem drógu umsóknir sínar til baka.

 

Frá þessu skýrir Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðismanna á Facebook- síðu listans í Fjarðabyggð.

"23 umsækjendur sóttu um stöðuna - 5 drógu sig til baka, en þar á meðal var Páll Björgvin," ritar Jens.

"Um þá umsækjendur sem eftir voru náðist ekki samstaða meðal bæjarfulltrúa og því var farið að skoða aðra möguleika, en þá kom Páll Björgvin inní umræðuna þar sem hann hafði sótt um."