Nýr leiðtogi Héraðslistans
Tjörvi Hrafnkelsson, hugbúnaðarsérfræðingur, sigraði í dag í forvali Héraðslistans og mun því leiða listann í komandi sveitarstjórnarkosningum í vor. Talning fór fram síðdegis.
Í öðru sæti varð Sigrún Blöndal, framhaldsskólakennari og í því þriðja Árni Kristinsson, svæðisfulltrúi hjá Íslandspósti.
Athygli vekur að Þorsteinn Bergsson, bóndi á Unalæk, sem gaf kost á sér í 1.-2. sætið hlaut dræma kosningu og endaði í 8.-9. sæti í forvalinu.
Athygli er vakin á því að röðun listans er aðeins leiðbeinandi og mun uppstillingarnefnd raða listanum endanlega.
Röðun efstu frambjóðenda var sem hér segir:
1. sæti Tjörvi Hrafnkelsson
2. sæti Sigrún Blöndal
3. sæti Árni Kristinsson
4. sæti Ragnhildur Rós Indriðadóttir
5. sæti Skúli Björnsson
6. sæti Árni Ólason
7. sæti Rut Magnúsdóttir
8-9 sæti Edda Egilsdóttir
8-9 sæti Þorsteinn Bergsson