Ær fannst lifandi eftir 80 daga í fönn

rolla_brekkugerdi_web.jpg
Ær, sem grófst undir fönn í byrjun nóvember, fannst á lífi þegar hlánaði í byrjun þorra. Bóndinn á Brekkugerði í Fljótsdal segir hana hafa verið ótrúlega spræka en mjög rýra.

Það var að morgni 1. nóvember sem Jóhann F. Þórhallsson hýsti fé sitt. Skyggni var takmarkað og í hópinn vantaði alls sjö ær. Tvær þeirra fundust svo 21. janúar síðastliðinn, þar af önnur lifandi. Báðar höfðu reyndar skilað sér heim eftir göngur.

„Ég var að temja eitt trippið og reið neðan við hjallann. Þá sá ég að það var auga í skaflinum svo ég fór og kíkti í það og sá þá mér til mikillar undrunar að þar undir var lifandi ær og önnur dauð,“ segir Jóhann.

„Ærin var ótrúlega spræk og gekk sjálf að fjárhúsunum, um 500 m. og kroppaði gras á leiðinni.  En hún er orðin mjög rýr og vart nema beinin og bjórinn.“

Kindin hafði þar með hírst í snjónum í 82 daga. Fleiri Fljótsdælingar hafa heimt fé undanfarna daga, meðal annars mun ein kindin hafa náðst eftir að hafa komið fram á vefmyndavél. Þá handsömuðu Borgfirðingar nýverið fé í Kjólsvík.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.