Skip to main content

Rætt um eflingu byggðar á Norðausturhorninu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. apr 2023 09:54Uppfært 03. apr 2023 09:56

Austurbrú, í samvinnu við Samband sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, stendur í dag fyrir málþingi um eflingu byggðar á Norðausturlandi. Þrjú meginmál eru á dagskrá: Orka, náttúra og ferðaþjónusta.


Í fyrsta lagi er rætt um hringrás ferðafólks um Norður- og Austurland. Þar eru frummælendur Urður Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og Hildur Óladóttir, ferðaþjónustuaðili.

Framsögu um orkumál og atvinnuþróun hafa þau Gnýr Guðmundsson frá Landsneti, Tryggvi Þór Haraldsson frá Rarik, Sveinn Margeirsson frá Brimi, Vilhjálmur Egilsson sem leiddi gerð skýrslu um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum og Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður, sem flytur erindi sitt rafrænt.

Loks eru það þau Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, Guðrún Óskarsdóttir frá Náttúrustofu Austurlands, Soffía Gísladóttir úr svæðisráði norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðar og Þorkell Lindberg frá Náttúrustofu Norðausturlands sem ræða um hagræn tengsl náttúruverndar og byggðaþróunar.

Málþingið hefst klukkan 11:00 í Þórsveri á Þórshöfn.