Skip to main content

Rafmagnslaust á Austurlandi eftir truflun í Straumsvík

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. feb 2013 17:20Uppfært 08. jan 2016 19:23

landsnet.jpg
Rafmagnslaust varð í á aðra klukkustund á stórum hluta landsins í dag í kjölfar truflunar í álverinu í Straumsvík. Rafmagn fór af á svæðinu frá Blönduvirkjun suður að Sigöldu.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti leysti út allt álag í álverinu um klukkan hálf eitt í dag. Í kjölfarið leysti út á fleiri stöðum. Meðal annars fóru vélar í Blönduvirkjun út og í kjölfarið varð aflskortur á stórum hluta landsins sem sinnt er í gegnum Byggðalínu. Rafmagn var komið á aftur að fullu klukkan tvö.