Rafmagnslaust á norðanverðu Austurlandi
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 16. jún 2023 11:25 • Uppfært 16. jún 2023 12:27
Rafmagnslaust er frá Vopnafirði austur til Seyðisfjarðar og á öllu Fljótsdalshéraði eftir útleysingu í tengivirki við Eyvindará, utan Egilsstaða.
Samkvæmt tilkynningu frá Landsneti er útleysingin í spenni í tengivirkinu. Þess vegna er rafmagnslaust á Vopnafirði, Seyðisfirði, Borgarfirði, Egilsstöðum og nærsveitum.
Ekki er ljóst hvað olli útleysingunni en unnið er að því að byggja raforkukerfið upp aftur.
Uppfært 12:00:
Rafmagn er komið aftur á á Vopnafirði og Egilsstöðum/Fellabæ. Vonast er til að notendur annars staðar fái rafmagn einn af öðrum. Ekki er fyllilega ljóst hvað olli útleysingunni en spennirinn virðist hafa farið út á yfirhita. Ekki er þó víst að það sé beintengt við að 26 stiga hiti er á Egilsstöðum samvæmt mæli Veðurstofunnar!
Mynd: Unnar Erlingsson