Skip to main content

Ragnar leiðir Sjálfstæðisflokkinn í Fjarðabyggð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. feb 2022 00:01Uppfært 27. feb 2022 00:03

Ragnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, varð hlutskarpastur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð sem haldið vara í dag. Kosið var um fjögur efstu sæti listans.


Úrslit voru tilkynnt skömmu fyrir miðnætti. Sjö frambjóðendur tóku þátt í kjörinu sem opið var skráðum félögum í Sjálfstæðisflokknum. Alls kusu 354 eða 55,4% þeirra sem voru á kjörskrá. Auðir seðlar og ógildir voru fjórir.

Röð efstu fjögurra eftir lokaniðurstöður eru svohljóðandi:

1. sæti Ragnar Sigurðsson með 263 atkvæði eða 75,1%.
2. sæti Kristinn Þór Jónasson með 199 atkvæði eða 56,9%.
3. sæti Þórdís Mjöll Benediktsdóttir með 158 atkvæði eða 45,1%.
4. sæti Jóhanna Sigfúsdóttir með 211 atkvæði eða 60,3%.