Regnbogafána stolið í Fjarðabyggð
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 24. ágú 2023 13:35 • Uppfært 24. ágú 2023 14:12
Regnbogafáni, sem var við hún hjá skrifstofum Fjarðabyggðar á Reyðarfirði, var stolið aðfaranótt miðvikudags. Fleiri mál sem varða regnbogafána hafa komið inn á borð lögreglunnar á Austurlandi síðustu daga.
Regnbogafáninn blaki við bæjarskrifstofurnar til stuðnings samfélags hinsegin fólks. Nýr fáni var settur upp strax í gærmorgunn.
Í frétt á vef Fjarðabyggðar segir að því miður verði æ algengari að regnbogafánar séu rifnir niður. Slíkir gjörningar sýni hversu mikilvægt sé að sýna réttindabaráttu hinsegin fólks stuðning.
Tæpar tvær vikur eru síðan fánar við Vilhjálmsvöll og Safnahúsið á Egilsstöðum voru teknir niður, sömu helgi og hátíðir hinsegin fólks voru haldar víða um land. Fáni Safnahússins eyðilagðist þegar hann var rifinn niður. Ljóst er að einbeittan vilja hefur þurft til að taka fánana við völlinn niður þar sem festingar á flaggstöngum eru töluvert hátt frá jörðu.
Skemmdin á fána Safnahússins og stuldurinn hjá Fjarðabyggð hafa verið tilkynnt til lögreglunnar á Austurlandi. Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar í dag að engar vísbendingar væru enn til staðar um þá einstaklinga sem stæðu að baki skemmunum á fánunum.
Mynd: Stefán Bogi Sveinsson