Þreifingar hafnar um myndun meirihluta á Fljótsdalshéraði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 30. maí 2010 10:07 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Þreifingar milli Framsóknarflokksins og Héraðslistans um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hófust strax og úrslit í kosningnum lágu fyrir.
Samkvæmt heimildum agl.is hófust þreifingarnar um meirihluta myndun Framsóknarflokksins og Héraðslistans strax og úrslit lágu fyrir seint í gærkvöldi. Samkvæmt sömu heimildum var samþykkt í hópi nýrra bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins að leita fyrst til Héraðslistans um meirihlutamyndun.
Forsvarsmenn listanna vilja ekki staðfesta þessar fréttir að svokomnu máli.