Skip to main content

Reiknar með að margir geri upp hug sinn í dag

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. maí 2010 17:01Uppfært 08. jan 2016 19:21

Stefán Bogi Sveinsson, oddviti framsóknarmanna á Fljótsdalshéraði, segir að kosningabaráttan hafi harðnað í vikunni. Margir hafi verið óákveðnir og ákveði sig á seinustu stundu.

 

stefan_bogi.jpg„Kosningabaráttan fór rólega af stað en það hefur verið gríðarlega mikið að gera í þessari viku. Fólk er óákveðið en vill upplýsingar og ég held að margir muni gera upp hug sinn á kjördag,“ segir Stefán.

Hann segir fjármálin hafa verið aðalmál baráttunnar en skólamálin færst í forgrunn á lokasprettinum. „Fólkið vill standa vörð um grunnskólana.“