Reisa rampa fyrir hjól, bretti og línuskauta á Seyðisfirði
Seyðfirsk börn og ungmenni mun brátt eiga um fleiri afþreyingarmöguleika að velja í bænum því heimastjórnin hefur ákveðið að settir verði þar upp rampar fyrir hjól, hjólabretti og línuskauta.
Var þetta samþykkt samhljóða á síðasta heimastjórnarfundi en þar voru teknar fyrir þær tillögur sem borist höfðu frá íbúum um heppileg samfélagsverkefni.
Ábendingar um rampa til skemmtunar fyrir börn og ungmenni komu einmitt frá grunnskólanemum og lét heimastjórnin einnig bók að komið verði fyrir sérstakri hjólabraut við Fjarðagarð þegar frágangi á ofanflóðavörnum verður lokið. Var þó enn bætt um betur því heimastjórn ætlar einnig að styrkja foreldrafélag leikskóladeildar Seyðisfjarðarskóla við kaup á leiktækjum fyrir yngstu börnin.
Sem og víðar í Múlaþingi var enginn skortur á forvitnilegum hugmyndum frá íbúum um góð samfélagsverkefni. Meðal annarra hugmynda sem bíða hugsanlega betri tíma var uppsetning á klifurvegg, lagning töfrateppis á skíðasvæðinu í Stafdal, stækkun sjóbaðsstofunnar SAMAN og útilíkamsrækt.