Rekstur Egilsbúðar laus til umsóknar

egilsbud.jpgRekstur Egilsbúðar í Neskaupstað hefur verið auglýstur laus til umsóknar. Þar er félagsheimili Norðfirðinga, hótel og veitingastaður og hefur verið svo árum skiptir.

 

Ölver ehf., sem rekið hafði Egilsbúð í tvö ár, hafði í haust verið í viðræðum við bæjaryfirvöld um stöðu reksturins sem lauk með því að Ölver sagði sig frá honum í desember.

Sveitarfélagið hefur nú auglýst eftir áhugasömum aðila til að reka félagsheimilið en markmið Fjarðabyggðar er að nýta húsið á sem fjölbreyttastan hátt fyrir samfélagið.

Við kaupin er viðhaft samningskaupaferli sem þýðir að tilboð verða skoðuð út frá fleiri sjónarmiðum en bara verðtilboði.

Egilsbúð er annað félagsheimilið á Austurlandi sem auglýst er á stuttum tíma en eins og Agl.is hefur greint frá er einnig leitað að rekstraraðila fyrir Valaskjálf á Egilsstöðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.