Skip to main content

Reyðarfjarðarlína dregin á ný

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. sep 2010 23:42Uppfært 08. jan 2016 19:21

ImageÁkveðið hefur verið að endurreisa Reyðarfjarðarlínu sem varnarlínu fyrir sauðfjársmitsjúkdóma. Ástæðan er garnaveiki sem kom upp í Fáskrúðsfirði í vetur.

 

Þetta kemur fram í svari landbúnaðarráðherra, Jóns Bjarnasonar, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns úr Suðurkjördæmi.

Sauðféð norðan línunnar er laust við garnaveiki. Ekki er talin ástæða til að endurreisa Hornafjarðarlínu.

Matvælastofnun hefur unnið að tillögu til landbúnaðarráðuneytinu um breytinguna. Ágreiningur við landeigendur í Reyðarfirði, sem telja upptaka línunnar hefta nýtingu þeirra á landi sínu, hefur tafið vinnuna. Það mál þarf að leysa áður en hægt verður að gera girðinguna að varnarlínu á ný.