Skip to main content

Reyna að flýta fyrir með að senda sýni norður

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. feb 2022 18:05Uppfært 10. feb 2022 18:06

Covid-19 sýni af Austurlandi voru í dag send norður til Akureyrar í von um að geta flýtt fyrir niðurstöðu sýnatöku. Mikil bið er orðin á landsvísu eftir niðurstöðum.


Vegna mikils álags á veirufræðideild Landsspítalans er orðin allt að þriggja sólarhringa bið eftir niðurstöðu PCR-prófa. Það á við um íbúa Austurlands sem aðra.

Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Austurlands kemur fram að sýni sem tekin voru eystra í dag hafi verið send til greiningar á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þar er fjöldi greindra sýna frekar í samræmi við afkastagetu sjúkrahússins.

Búast má við að það verði gert næstu daga.

Ítrekað er að þeir sem hafa einkenni Covid haldi sig heima og fari í PCR-sýnatöku sem fyrst. Tími í einangrun telur frá því að sýni er tekið.