Reyna að flýta fyrir með að senda sýni norður
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 10. feb 2022 18:05 • Uppfært 10. feb 2022 18:06
Covid-19 sýni af Austurlandi voru í dag send norður til Akureyrar í von um að geta flýtt fyrir niðurstöðu sýnatöku. Mikil bið er orðin á landsvísu eftir niðurstöðum.
Vegna mikils álags á veirufræðideild Landsspítalans er orðin allt að þriggja sólarhringa bið eftir niðurstöðu PCR-prófa. Það á við um íbúa Austurlands sem aðra.
Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Austurlands kemur fram að sýni sem tekin voru eystra í dag hafi verið send til greiningar á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þar er fjöldi greindra sýna frekar í samræmi við afkastagetu sjúkrahússins.
Búast má við að það verði gert næstu daga.
Ítrekað er að þeir sem hafa einkenni Covid haldi sig heima og fari í PCR-sýnatöku sem fyrst. Tími í einangrun telur frá því að sýni er tekið.