Skip to main content

Ríflega 70 kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. mar 2022 12:35Uppfært 12. mar 2022 12:37

Alls höfðu 72 einstaklingar kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi rétt fyrir hádegi. Átta frambjóðendur eru um fimm sæti.


Kjörstaðir á Egilsstöðum og Seyðisfirði opnuðu klukkan tíu í morgun en á Borgarfirði og Djúpavogi klukkan ellefu. Þeir kjörstaðir loka nokkru fyrr en á Egilsstöðum er opið til 18 í kvöld.

Þær upplýsingar fengust hjá kjörstjórn í morgun að byrjað yrði að telja þá en óvíst hvenær úrslit liggi fyrir.

Sem fyrr segir höfðu ríflega sjötíu manns kosið undir hádegi. Endanleg kjörskrá liggur ekki fyrir þar sem fólk getur skráð sig í flokkinn á staðnum og þar með fengið að kjósa. Íbúar í Múlaþingi geta kosið á hvaða kjörstað sem er.

Opnun kjörstaða:

Egilsstaðir, Miðvangur 5-7, 10-18
Seyðisfjörður, Sæból, 10-17
Djúpivogur, Tjaldsvæðið, 11-16
Borgarfjörður, Vinaminni, 11-14

Átta eru í framboð. Kjósendur verða að raða fimm þeirra í sæti. Kosningin er bindandi fyrir þau sæti.

Berglind Harpa Svavarsdóttir, 46 ára, formaður byggðaráðs og varaþingmaður, Egilsstöðum, 1. sæti.
Einar Freyr Guðmundsson, 18 ára, formaður ungmennaráðs Múlaþings, Egilsstöðum, 5. sæti.
Guðný Lára Guðrúnardóttir, 30 ára, laganemi og ljósmyndari, Seyðisfirði, 3. sæti.
Ívar Karl Hafliðason, 40 ára, framkvæmdastjóri, Egilsstöðum, 2. sæti.
Jakob Sigurðsson, 62 ára, bifreiðastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Borgarfirði eystri, 1. – 3. sæti.
Ólafur Áki Ragnarsson, 66 ára, þróunarstjóri, Djúpavogi, 2. sæti.
Sigurður Gunnarsson, 52 ára, viðskiptafræðingur, Egilsstöðum, 2. sæti.
Þórhallur Borgarsson, 56 ára, vaktstjóri, Egilsstöðum, 5. – 6. sæti.