Ríkisstjórnin fundaði í Mjóafirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 01. sep 2023 09:01 • Uppfært 01. sep 2023 09:04
Ríkisstjórn Íslands heimsótti tvo staði á Austfjörðum í viðbót eftir að formlegum fundi hennar og síðar fundi með sveitastjórnarfólki lauk upp úr hádegi í gær.
Frá Egilsstöðum var ekið með hópinn niður í Mjóafjörð þar sem haldinn var óformlegur vinnufundur í félagsheimilinu Sólbrekku í Mjóafirði.
Sigfús Vilhjálmsson, bóndi að Brekku, tók á móti hópnum við Klifbrekkufossa og fræddi ríkisstjórnina um fjörðinn á sinn einstaka hátt.
Ríkisstjórnin endaði síðan daginn á Fáskrúðsfirði, samkvæmt upplýsingum úr stjórnarráðinu.
Mynd: Aðsend