Skip to main content

Rjúpnaveiðitímabilið að hefjast

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. okt 2010 22:00Uppfært 08. jan 2016 19:21

Veiðitímabil á rjúpu hefst föstudaginn 29. október nk. og stendur til sunnudagsins 5. desember. Á tímabilinu verður heimilt að stunda veiðar á föstudögum, laugardögum og sunnudögum og verða veiðidagar því átján talsins. Þetta er óbreytt fyrirkomulag frá því í fyrra.

ImageAð mati Náttúrufræðistofnunar Íslands var veitt heldur meira af rjúpu í fyrra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu kemur fram að „til að stuðla að því að veiði fari ekki aftur fram úr veiðiráðgjöf hefur umhverfisráðherra lagt áherslu á það við skotveiðimenn að þeir stundi hófsamar veiðar, en það er ein helsta forsenda þess að rjúpnaveiðar geti haldið áfram með sama hætti á næsta ári. Auk þess verður sölubann áfram í gildi á rjúpu og rjúpnaafurðum og ákveðið svæði á Suðvesturlandi verður áfram friðað fyrir veiði."