Árni Þorsteins leiðir Flokk heimilanna

arni_thorsteinsson_austfirdingur2012_web.jpg
Árni Þorsteinsson, heimavistarstjóri í Neskaupstað, verður í efsta sæti lista Flokks heimilanna í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Framboðið og nöfn þriggja efstu manna í hverju kjördæmi voru kynnt í dag.

Auk Árna eru á listanum Brynjólfur Ingvarsson, læknir á Akureyri og Emil K. Thorarensen, framkvæmdastjóri á Eskifirði.

Átta stjórnmálahópar bjóða fram undir merkjum flokksins sem hlotið hefur listabókstafinn I. Þau eru: Lýðveldisflokkurinn, Samtök fullveldissinna, Áhugahópur um tjáningarfrelsi, Sjálfstæðir Sjálfstæðismenn, Þjóðarflokkurinn, Áhugahópur úr Hagsmunasamtökum heimilanna, Áhugafólk um kjör aldraðra og öryrkja og fyrrum félagar úr Samstöðu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.