Árni Þorsteins leiðir Flokk heimilanna
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 01. apr 2013 17:07 • Uppfært 08. jan 2016 19:24
Árni Þorsteinsson, heimavistarstjóri í Neskaupstað, verður í efsta sæti lista Flokks heimilanna í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Framboðið og nöfn þriggja efstu manna í hverju kjördæmi voru kynnt í dag.
Auk Árna eru á listanum Brynjólfur Ingvarsson, læknir á Akureyri og Emil K. Thorarensen, framkvæmdastjóri á Eskifirði.
Átta stjórnmálahópar bjóða fram undir merkjum flokksins sem hlotið hefur listabókstafinn I. Þau eru: Lýðveldisflokkurinn, Samtök fullveldissinna, Áhugahópur um tjáningarfrelsi, Sjálfstæðir Sjálfstæðismenn, Þjóðarflokkurinn, Áhugahópur úr Hagsmunasamtökum heimilanna, Áhugafólk um kjör aldraðra og öryrkja og fyrrum félagar úr Samstöðu.