Skip to main content

Úrslitin ákall um breytingar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 31. maí 2010 17:32Uppfært 08. jan 2016 19:21

Sigrún Harðardóttir, sem var í öðru sæti Á-listans á Fljótsdalshéraði, segir úrslit kosninganna í sveitarfélaginu þýða að kjósendur vilji breytingar. Meirihlutinn féll og hefjast formlegar meirihlutaviðræður milli Á-listans og Framsóknarflokksins í kvöld.

 

Image"Við erum að hefja viðræður í kvöld og vitum því ekki ennþá hvað er í spilunum. En  það er ljóst að við gerum okkur vonir um að ná að mynda starfhæfan meirihluta sem  fyrst," sagði Sigrún í samtali við agl.is í dag.

Sigrún segir frambjóðendur Á-listans þakkláta kjósendum fyrir "mikinn og góðan stuðning."

Kjósendur hafi sent skilaboð um að þeir vilji breytingar. "Við lítum svo á að þar sem meirihlutinn er fallinn þá sé það vísbending um að vilji kjósenda sé að fá fram breytingar í stjórn sveitarfélagsins."