Skip to main content

Rútur í vandræðum á Fjarðarheiði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. apr 2010 17:40Uppfært 08. jan 2016 19:21

Tvær tveggja hæða rútur með samtals 140 farðega lentu í vandræðum á Fjarðarheiði í morgun, þegar þær lentu útaf veginum og festust, önnur þvert yfir veginn. Einnig varð bílvelta á Háreksstaðaleið.

ruta_fjardarheidi.jpgUm 140 farþegar á tveimur tveggja hæða rútum lentu í vandræðum í dag  í hálku á fjarðarheiði.

Björgunarsveitin Ísólfur ásamt rútu frá ferðaþjónustunni komu svo fólkinu til hjálpar. Það var svo hefill frá vegagerðinni sem dró rútuna upp úr brekkunni og var henni þar snúið við og hélt hún til byggða.

Fram kenur á bloggsíðunni Fjarðarheiði að ,,Enn og aftur sýni það sig hvað Seyðfirðingar og farþegar með ferjunni búa við hættulegar aðstæður að þurfa að keyra um Fjarðarheiðina að vetri".   Spurt er ,,hvað skyldi þurfi að gerast áður en við fáum göng hér undir fjallið".

Þetta voru ekki einu óhöppin í umferðinn hér eystra í dag.  Bíll valt á Háreksstaðaleið vegna hálku, ekki urðu slys á fólki, sjúkrabíl var snúið við en lögregla er á leiðinni norður.