Öruggast fyrir austan

ImageLíkamsmeiðingar eru fátíðastar í umdæmi sýslumannsins á Seyðisfirði og umdæmi sýslumannsins á Eskifirði er það þriðja öruggasta.

 

Þetta kemur fram í úttekt DV. Miðað er við tölur frá árinu 2008. Það ár voru fimmtán líkamsárásir tilkynntar í Seyðisfjarðarumdæminu en 23 í Eskifjarðarumdæmi. Flestar árásir voru tilkynntar í Vestmannaeyjum, 82.

Blaðið hefur eftir Arnbjörgu Sveinsdóttur, forseta bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar, að Seyðfirðingar séu „rólegir, umburðarlyndir og almennt þægilegt fólk.“

Hún gagnrýnir samt að lögreglan sé ekki með neitt aðsetur í bænum heldur þurfi að koma frá Egilsstöðum.

„Fólk getur lent í vandræðum og þá getur verið erfitt að fá aðstoð lögreglu. Fjarðarheiði hefur stundum orðið ófær, og þá gengur erfiðlega fyrir lögregluna að komast til bæjarins.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.