Öruggast fyrir austan
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. sep 2010 23:46 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Líkamsmeiðingar eru fátíðastar í umdæmi sýslumannsins á Seyðisfirði og umdæmi sýslumannsins á Eskifirði er það þriðja öruggasta.
Þetta kemur fram í úttekt DV. Miðað er við tölur frá árinu 2008. Það ár voru fimmtán líkamsárásir tilkynntar í Seyðisfjarðarumdæminu en 23 í Eskifjarðarumdæmi. Flestar árásir voru tilkynntar í Vestmannaeyjum, 82.
Blaðið hefur eftir Arnbjörgu Sveinsdóttur, forseta bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar, að Seyðfirðingar séu „rólegir, umburðarlyndir og almennt þægilegt fólk.“
Hún gagnrýnir samt að lögreglan sé ekki með neitt aðsetur í bænum heldur þurfi að koma frá Egilsstöðum.
„Fólk getur lent í vandræðum og þá getur verið erfitt að fá aðstoð lögreglu. Fjarðarheiði hefur stundum orðið ófær, og þá gengur erfiðlega fyrir lögregluna að komast til bæjarins.“
Blaðið hefur eftir Arnbjörgu Sveinsdóttur, forseta bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar, að Seyðfirðingar séu „rólegir, umburðarlyndir og almennt þægilegt fólk.“
Hún gagnrýnir samt að lögreglan sé ekki með neitt aðsetur í bænum heldur þurfi að koma frá Egilsstöðum.
„Fólk getur lent í vandræðum og þá getur verið erfitt að fá aðstoð lögreglu. Fjarðarheiði hefur stundum orðið ófær, og þá gengur erfiðlega fyrir lögregluna að komast til bæjarins.“