Rúm þrjú þúsund tonn af frosnum fiski á land í Neskaupstað

Ég er búinn að starfa hér í 40 ár og hef aldrei áður lent í þessu. Hér hefur frystum afurðum ekki verið skipað á land úr flutningaskipi á þeim tíma sem ég hef starfað hér,“ segir Heimir Ásgeirsson, yfirverkstjóri í frystigeymslum Síldarvinnslunnar (SVN) í Neskaupstað.

Búið er að skipa á land á ný 3.300 tonnum af frosnum fiski úr flutningaskipinu Silver Breeze en skipið var á leið til Úkraínu með farminn þegar stríð braust þar út þann 24. febrúar. Tilraunir til að finna lausn báru engan árangur og skipinu því snúið við til Íslands þar sem það hafði leitað vars undan ströndum Skotlands.

Tók sex daga að skipa farminum, sem samanstóð af frystri loðnu, síld og makríl, upp á land og inni í frystigeymslur SVN að því er fram kemur á vef fyrirtækisins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.