Skip to main content

Rúmar 30 milljónir úr Húsafriðunarsjóði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. mar 2022 08:34Uppfært 28. mar 2022 11:22

Austfirsk verkefni fengu 30,5 milljónir í sinn hlut þegar úthlutað var úr Húsafriðunarsjóði á þriðjudag. Uppbygging Gamla barnaskólans á Eskifirði og endurbætur á gamla kaupfélaginu á Borgarfirði eystra eru meðal þeirra verkefna sem fá mest á landsvísu.


Barnaskólinn á Eskifirði fær 3,6 milljónir, það næst mesta sem veitt er til einstaks verkefnis í flokki friðaðra húsa og mannvirkja á landsvísu en gamla kaupfélagið, einnig þekkt sem Bakkaeyri,  á Borgarfirði 3,2 milljónir.

Alls er rúmri 21 milljón króna veitt til slíkra verkefna á Austurlandi. Af þeim er 12,3 milljónum veitt til húsa á Seyðisfirði. Því til viðbótar er rúmum tveimur milljónum veitt til viðgerða á Gamla barnaskólanum þar, en hann er friðlýstur.

Alls var úthlutað 300 milljónum úr sjóðnum að þessu sinni.

Úthlutanir Húsafriðunarsjóðs á Austurlandi 2022
Hús, staðsetning, styrkur (í þúsundum króna)

Friðuð hús og mannvirki (21.250)
Fjallshús, beitarhús við Hjarðarhaga, Jökuldal, 500
Miðhús/Efstahús við Hjarðarhaga, Jökuldal, 400
Björgvin, Seyðisfirði, 500
Gamla Bakarí, Seyðisfirði, 1.050
Gamli Skóli, Seyðisfirði, 1.050
Hótel Aldan, Seyðisfirði, 1.100
Hótel Snæfell, Seyðisfirði, 1.050
Ingimundarhús, Seyðisfirði, 650
Nóatún, Seyðisfirði, 1.050
Nýlenda, Seyðisfirði, 600
Pósthúsið – Rauða húsið, Seyðisfirði, 2.400
Steinholt - gamli tónlistarskólinn, Seyðisfirði, 1.600
Vjelsmiðja Jóhanns Hanssonar, Seyðisfirði, 1.300
Bakkaeyri, Borgarfirði, 3.200
Barnaskólinn á Eskifirði, 3.600
Sigfúsarhús, Neskaupstað, 800
Kaupvangur, Fáskrúðsfirði, 400

Friðlýstar kirkjur (3.950)
Áskirkja, Fellum, 900
Bakkagerðiskirkja, Borgarfirði, 400
Hofskirkja, Álftafirði, 200
Hofteigskirkja, Jökuldal, 1.200
Kirkjubæjarkirkja, Hróarstungu, 600
Klyppsstaðakirkja, Loðmundarfirði, 650

Friðlýst hús og mannvirki (3.350)
Hallormsstaðaskóli, 1.050
Barnaskólinn Seyðisfirði, 2.300

Önnur hús og mannvirki (2.000)
Kjarvalshvammur, Hjaltastaðaþinghá, 400
Geirahús, Seyðisfirði, 200
Turninn, Seyðisfirði, 200
Jórvík, Breiðdal, 400
Lindarbakki, Breiðdal, 800