Skip to main content

Rúmar þrjátíu milljónir austur úr Fiskeldissjóði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. maí 2022 11:41Uppfært 30. maí 2022 12:13

Fráveituframkvæmdir í Djúpavogi voru eina verkefnið á Austurlandi sem fékk styrk úr Fiskeldissjóði en úr honum hefur nú verið úthlutað öðru sinni.


Þetta kemur fram í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu en í sjóðinn renna tekjur af fiskeldi sem úthlutað er í gegnum ríkið til sveitarfélaga þar sem eldið er stundað. Er féð ætlað í verkefni sem mæta „vaxandi kröfum íbúa og atvinnulífs í takt við aukin umsvif í sjókvíaeldi.“

Alls var veitt 185 milljónum til níu verkefna í sex sveitarfélögum. Öfugt við það sem var fyrir ári, þegar úthlutað var 105 milljónum, eru átta verkefnanna á Vestfjörðum.

Eina austfirska verkefnið sem fær náð fyrir augum þriggja manna sjóðsstjórnar að þessu sinni var framhald á fráveituframkvæmdum á Djúpavogi. Múlaþing fékk 32,4 milljónir fyrir það.