Rýmingum aflétt í Neskaupstað

Veðurstofan hefur aflétt rýmingum, sem gripið var til vegna snjóflóðahættu, í Neskaupstað. Áfram er í gildi rýming á Seyðisfirði.

Þetta var ákveðið eftir fund Veðurstofunnar og almannavarna í morgun. Ekki hefur snjóað jafn mikið yfir helgina og óttast var í fyrstu.

Í Neskaupstað var rýmt á svæði fjögur, sem liggur frá innri enda snjóflóðavarnagarðanna og inn fyrir ofan athafnasvæði Síldarvinnslunnar sem og húsið Þrastarlundur sem stendur þar innan við. Á því svæði eru fyrst og fremst iðnaðarhúsnæði.


Þar er kominn bloti í snjóinn auk þess sem lítill snjór er í neðri hlutum hlíða. Ekki er búist við mikilli úrkomu þar í dag.

Rýming verður áfram í gildi á Seyðisfirði en þar voru hús utarlega í byggðarlagi norðanverðu rýmd. Þar hefur snjóað meira en á Norðfirði. Snjókomu er spáð áfram þar og viðbúið að skafi áfram í norðanátt fram eftir degi. Staðan verður metin aftur síðar í dag.

Ekki hafa borist fréttir af snjóflóðum í veðrinu, en það gæti skýrst að hluta til af lélegu skyggni.

Minnt er á hjálparsíma Rauða krossins, 1717.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.