Rýmt undir varnargörðunum í Neskaupstað

Veðurstofan hefur ákveðið að rýma hús undir varnargörðunum í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu. Lítil snjóflóð féllu á svæðinu í morgun.

Rýmingin tekur gildi frá klukkan 15:00. Fulltrúar aðgerðastjórnar munu fara milli húsa frá klukkan 14 og 15 og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa.

Íbúar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð eða hafa samband í síma 1717 er fyrirhugaður dvalarstaður liggur fyrir.

Samkvæmt yfirliti á vef Veðurstofunnar hafa fjögur ný snjóflóð verið skráð við Neskaupstað í morgun. Úr Miðstrandarskarði féllu snjóflóð úr giljum innan við innsta leiðigarð. Úr Innra-Tröllagilli féll flóð ofan á keilur ofan innstu varnargarðanna. Að auki eru skráð flóð úr Stóralækjargili og Drangaskarði en engar nánari upplýsingar eru enn komnar inn um þau.

Húsin sem rýmd eru:
Húsaraðir á rýmingarreitum 8 – 11 – 14 við Urðarteig, Blómsturvelli, og Víðimýri að undanskildum húsum 2-12a við Urðarteig.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.