Skip to main content

Rýmt undir varnargörðunum í Neskaupstað

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. mar 2023 14:27Uppfært 30. mar 2023 14:30

Veðurstofan hefur ákveðið að rýma hús undir varnargörðunum í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu. Lítil snjóflóð féllu á svæðinu í morgun.


Rýmingin tekur gildi frá klukkan 15:00. Fulltrúar aðgerðastjórnar munu fara milli húsa frá klukkan 14 og 15 og aðstoða og veita leiðbeiningar þeim er þurfa.

Íbúar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð eða hafa samband í síma 1717 er fyrirhugaður dvalarstaður liggur fyrir.

Samkvæmt yfirliti á vef Veðurstofunnar hafa fjögur ný snjóflóð verið skráð við Neskaupstað í morgun. Úr Miðstrandarskarði féllu snjóflóð úr giljum innan við innsta leiðigarð. Úr Innra-Tröllagilli féll flóð ofan á keilur ofan innstu varnargarðanna. Að auki eru skráð flóð úr Stóralækjargili og Drangaskarði en engar nánari upplýsingar eru enn komnar inn um þau.

Húsin sem rýmd eru:
Húsaraðir á rýmingarreitum 8 – 11 – 14 við Urðarteig, Blómsturvelli, og Víðimýri að undanskildum húsum 2-12a við Urðarteig.