Safna fyrir fjölskyldu Lilju Ránar

lilja_ran_bjornsdottir.jpg
Stofnaður hefur verið sjóður til styrktar foreldrum sem misstu unga dóttur á sviplegan hátt af slysförum í Breiðdal um páskana.

Sjóðurinn er hýstur í útibúi Arion banka á Egilsstöðum. Reikningsnúmerið er 0305-13-155656 og er skráður á kennitölu móðurinnar 080675-4029. Sjóðurinn heitir einfaldlega „Styrktarsjóður Lilju Ránar“ og til heimilis að Tjarnarlöndum 22 á Egilsstöðum þar sem fjölskyldan býr.

Lilja Rán Björnsdóttir lést af slysförum í Breiðdal á páskadag. Hún varð þriggja ára þann 2. febrúar síðastliðinn.

Faðir hennar heitir Björn Jónsson frá Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Móðir hennar heitir Sigrún Ragna Rafnsdóttir frá Skjöldólfsstöðum í Breiðdal. Lilja Rán átti tvær systur, Sunnevu Rós og Guðnýju Ósk.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.