Skip to main content

Safna fyrir fjölskyldu Lilju Ránar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. apr 2013 12:20Uppfært 08. jan 2016 19:24

lilja_ran_bjornsdottir.jpg
Stofnaður hefur verið sjóður til styrktar foreldrum sem misstu unga dóttur á sviplegan hátt af slysförum í Breiðdal um páskana.

Sjóðurinn er hýstur í útibúi Arion banka á Egilsstöðum. Reikningsnúmerið er 0305-13-155656 og er skráður á kennitölu móðurinnar 080675-4029. Sjóðurinn heitir einfaldlega „Styrktarsjóður Lilju Ránar“ og til heimilis að Tjarnarlöndum 22 á Egilsstöðum þar sem fjölskyldan býr.

Lilja Rán Björnsdóttir lést af slysförum í Breiðdal á páskadag. Hún varð þriggja ára þann 2. febrúar síðastliðinn.

Faðir hennar heitir Björn Jónsson frá Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Móðir hennar heitir Sigrún Ragna Rafnsdóttir frá Skjöldólfsstöðum í Breiðdal. Lilja Rán átti tvær systur, Sunnevu Rós og Guðnýju Ósk.