Samfélagsleg eyðilegging: Vilja að Landsbankinn hætti við að loka á Stöðvarfirði
Um 190 Stöðfirðingar hafa undirritað áskorun til bankaráðs og
bankastjóra Landsbankans þar sem hvatt er til að ákvörðun um lokun
útibús bankans á staðnum verði endurskoðuð. Lokunin valdi eyðileggingu í
samfélaginu.
„Við viljum benda stjórnendum Landsbankans á að bankinn hefur ríkar samfélagslegar skyldur, ekki síst nú þegar hann er aftur kominn í eigu ríkisins eftir hrakfarir undanfarinna ára. Landsbankinn kom á Stöðvarfjörð þegar hann keypti Samvinnubanka Íslands og fékk þar með bæjarbúa í viðskipti sem flestir hafa haldið tryggð við bankann síðan og það hafa margir brottfluttir einnig gert, því þjónustan í útibúinu á Stöðvarfirði hefur þótt til fyrirmyndar.“