Skip to main content

Samfélagsleg eyðilegging: Vilja að Landsbankinn hætti við að loka á Stöðvarfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. ágú 2010 10:29Uppfært 08. jan 2016 19:21

stodvarfjordur.jpgUm 190 Stöðfirðingar hafa undirritað áskorun til bankaráðs og bankastjóra Landsbankans þar sem hvatt er til að ákvörðun um lokun útibús bankans á staðnum verði endurskoðuð. Lokunin valdi eyðileggingu í samfélaginu.

„Það má vel vera að einhverjar krónur sparist með því loka útibúinu en þær eru léttvægar miðað við þá samfélagslegu eyðileggingu sem mun eiga sér stað, verði ákvörðuninni haldið til streitu,“ segir í áskoruninni.

„Við viljum benda stjórnendum Landsbankans á að bankinn hefur ríkar samfélagslegar skyldur, ekki síst nú þegar hann er aftur kominn í eigu ríkisins eftir hrakfarir undanfarinna ára. Landsbankinn kom á Stöðvarfjörð þegar hann keypti Samvinnubanka Íslands og fékk þar með bæjarbúa í viðskipti sem flestir hafa haldið tryggð við bankann síðan og það hafa margir brottfluttir einnig gert, því þjónustan í útibúinu á Stöðvarfirði hefur þótt til fyrirmyndar.“