Samfylkingin áfram stærst í könnun í júlí
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. ágú 2023 09:55 • Uppfært 02. ágú 2023 09:57
Samfylkingin nýtur áfram mest fylgist á Austurlandi og Norðurlandi samkvæmt nýrri skoðanakönnun.
Maskína gerði könnunina. Alls tóku tæplega 836 manns, dregin úr Þjóðskrá, þátt í henni frá 6. – 24. júlí Svörin frá Austurlandi voru 30. Ekki er settur sérstakur fyrirvari á þau í könnunni.
Könnunin er samt á svipuðum nótum og um helmingi stærri könnun sem Maskína gerði í júní. Það þýðir að þótt könnunin nú sé frekar lítið miðað við þýðið og hve margir kostir eru í boði, þá geta kannanirnar saman gefið vísbendingar um þróunina í stjórnmálunum. Á milli kannana á Austurlandi tapar Samfylkingin ögn, VG styrkist aðeins en mestu munar um viðbætur Viðreisnar og Pírata.
Samfylkingin mælist með 17,7%, Framsóknarflokkur 15,9%, Sjálfstæðisflokkur 16,1%, Vinstri hreyfingin grænt framboð 16,1%, Miðflokkurinn 10,9%, Píratar 11,5%, Viðreisn 10,6%, Sósíalistar 0,5% og Flokkur fólksins 2,9%.
Þótt Samfylkingin sé stærst er hún töluvert veikari eystra en á landsvísu þar sem hún fær 25,3% og er langstærst. Framsókn, Vinstri græn og Miðflokkurinn eru töluvert sterkari eystra en yfir landið meðan Píratar og Flokkur fólksins eru talsvert frá sínu.
Reikniforsendur Norðausturkjördæmis
Könnunin er brotin niður á landshluta en ekki kjördæmi. Þess vegna koma ekki tölur fyrir Norðausturkjördæmi. Þó er hægt að leiða að þeim líkur með að bæta Norðurlandi við Austurlandi og gefa sér að þunginn af Norðurlandi í könnuninni sé eins og í kjördæminu á Eyjafjarðarsvæðinu. Slíkir útreikningar með fleiri svörum ættu aftur að styrkja vísbendingarnar um hver þróunin sé í kjördæminu.
Miðað við þær forsendur mælist Samfylkingin í 26% á Norður- og Austurlandi, Framsóknarflokkur með 20%, Sjálfstæðisflokkur með 12%, Vinstrihreyfingin – grænt framboð með 13%, Miðflokkurinn með 7%, Flokkur fólksins með 6%, Viðreisn með 13%, Píratar 7% og Sósíalistaflokkurinn með 2%.
Milli mánaða þá bæta Framsókn, Samfylking og Viðreisn töluverðu við sig á milli mánaða. Miðflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Sósíalistar tapa mestu.
Út frá þessu fengu Samfylkingin þrjá þingmenn í kjördæminu, Framsóknarflokkur tvo en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn, Miðflokkur og Viðreisn eitt hvert. Jafnt er á milli Framsóknar og Pírata um síðasta þingmanninn.
Röð þingmanna í Norðausturkjördæmi:
1. Samfylking 1
2. Framsókn 1
3. Samfylking 2
4. VG 1
5. Sjálfstæðisflokkur 1
6. Framsókn 2
7. Samfylking 3
8. Viðreisn 1
9. Miðflokkur 1
10 (er jöfnunarþingsæti): Framsóknarflokkur 3 / Píratar 1
Næstur þar á eftir: Samfylking 4