Samið um rafhleðslustöðvar við Hengifoss

Instavolt og Fljótsdalshreppur undirrituðu í síðustu vikunni samkomulag um uppsetningu rafhleðslustöðva við Hengifoss. Fyrirtækið áformar að koma upp 20 hraðhleðslustöðvum á Austurlandi fyrir rafbíla á næstu mánuðum.

Á næstunni verður tveimur hraðhleðslustöðvum komið upp á bílastæðinu við Hengifoss. Skammt er síðan Instavolt skrifaði undir samninga við Fjarðabyggð um stöðvar. Þær verða settar upp á næstu mánuðum. Næstar í röðinni eru hins vegar tvær stöðvar á Vopnafirði.

Fljótsdalshreppur hefur staðið í umfangsmiklum framkvæmdum við Hengifoss síðustu misseri. Stærsta verkið í þeim er bygging þjónustuhúss sem bætir verulega aðstöðuna við fossinn. Bílastæðið þar við hefur einnig verið stækkað. Fyrir tveimur árum var tekin í notkun gönguleið þannig hægt er að fara hringinn í kringum gilið.

Húsið er nú tilbúið og verður vígt klukkan 14:00 á sunnudag. Sama kvöld verður efnt til tónleika með Sigurði Guðmundssyni og hljómsveit í félagsheimilinu Végarði. Tónleikarnir eru einnig hluti af dagskrá Regnbogahátíðar Hinsegin Austurlands.

Steinþór Jón Gunnarsson Aspelund, rekstrarstjóri Instavolt og Helgi Gíslason, sveitarstjóri Fljótsdalshrepps, við undirritun samningsins um stöðvarnar við Hengifoss.



 
 

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.