Skip to main content

Samningi rift við rekstraraðila Valaskjálfar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. nóv 2010 15:20Uppfært 08. jan 2016 19:21

valaskjalf_web.jpgSveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur rift samningi við núverandi rekstraraðila félagsheimilsins Valaskjálfar. Auglýst verður eftir nýjum aðila innan skamms.

 

„Þar sem rekstaraðili stóð ekki við greiðslur í samræmi við ákvæði samningsins var honum rift,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, um ástæður uppsagnarinnar í samtali við Agl.is.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs ákvað á fundi sínum í seinustu viku að semja við Leikfélag Fljótsdalshéraðs um umsjón hússins en leikfélagið frumsýndi þar á föstudag nýja sýningu sem sýnd verður út mánuðinn.

Björn segir að á næstu dögum verði auglýst eftir aðilum sem hafi áhuga á að koma að daglegum rekstri þess hluta hússins sem sveitarfélagið er með á leigu.

Hótelhlutinn tilheyrir enn sama aðila og undanfarin ár.