Samningi rift við rekstraraðila Valaskjálfar

valaskjalf_web.jpgSveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur rift samningi við núverandi rekstraraðila félagsheimilsins Valaskjálfar. Auglýst verður eftir nýjum aðila innan skamms.

 

„Þar sem rekstaraðili stóð ekki við greiðslur í samræmi við ákvæði samningsins var honum rift,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, um ástæður uppsagnarinnar í samtali við Agl.is.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs ákvað á fundi sínum í seinustu viku að semja við Leikfélag Fljótsdalshéraðs um umsjón hússins en leikfélagið frumsýndi þar á föstudag nýja sýningu sem sýnd verður út mánuðinn.

Björn segir að á næstu dögum verði auglýst eftir aðilum sem hafi áhuga á að koma að daglegum rekstri þess hluta hússins sem sveitarfélagið er með á leigu.

Hótelhlutinn tilheyrir enn sama aðila og undanfarin ár.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.