Skip to main content

Samstarf Fjarðabyggðar og Verkmenntaskóla Austurlands tryggt næstu þrjú ár

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. maí 2022 09:41Uppfært 12. maí 2022 09:43

Fjármagn til sérstaks samstarfsverkefnis sem Fjarðabyggð og Verkmenntaskóli Austurlands stóðu fyrir í vetur til að auka áhuga grunnskólanema á iðnmenntun hefur verið tryggt næstu þrjá árin.

Stuðingur við verkefnið kemur úr Mennta- og barnamálaráðuneytinu en Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, skrifuðu undir yfirlýsingu þess efnis í gær.

Töluverður skortur hefur verið á iðnmenntuðu fólki á Austurlandi um hríð og það meðal þess sem mörg iðnfyrirtæki á svæðinu hafa áhyggjur af til framtíðar og þar á meðal mörg þau stærstu í fjórðungnum.

Verkefnið sem hér um ræðir snýst um að nemendum í elstu bekkjum grunnskóla í iðn- og tæknigreinum gefst færi á að taka valáfanga í Verkmenntaskólanum í því skyni að átta sig betur á hvar áhugi þeirra liggur og fá jafnframt góða kynningu á verknámi í Verkmenntaskólanum.

Frá undirritun yfirlýsingarinnar í gær en með henni mun ráðuneytið tryggja fjármagn í verkefnið næstu þrjú árin. Mynd Fjarðabyggð.